Í grunninn er þjálfunarsálfræði (e. Coaching Psychology) aðferð til að bæta frammistöðu og vellíðan í persónulega, félagslega og faglega lífinu. Þjálfunarsálfræði er byggt á kenningum, aðferðum og inngripum sem hafa komið fram í sálfræðinni undanfarna áratugi. Ég nota þjálfunarsálfræði til að hjálpa einstaklingum, stjórnendum og teymum að finna sína eigin leiðir til að vaxa í lífinu. 

Einstaklingar nýta mína þjónustu útaf fjölmörgum ástæðum en yfirleitt er undirliggjandi ástæða þess að yfirstíga vandamál og að þróa leiðir til að færast nær lífinu sem þeir vilja lifa. Sumir vilja verða betri manneskjur, móta sér sýn á framtíðina, temja sér betri lífsvenjur, móta þroskaðri gildakerfi og viðhorf, upplifa frekari tilgang í lífinu, komast yfir erfiðleika, taka mikilvægar ákvarðanir og þróa hugrekki gagnvart lífinu. Aðrir koma einfaldlega til að spjalla, skipuleggja hugsanir sínar og líða vel. 
 
Stjórnendur nýta mína þjónustu til að efla leiðtogahæfni, taka mikilvægar ákvarðanir, takast á við streitu, öðlast meiri orku, auka sjálfsþekkingu, þróa betri samskipti, ná aukinni stjórn á hugsunum, hegðun og líðan og ná því besta fram úr starfsfólki sínu. 
 
Þjálfunarsálfræði er semsagt allt sem þú vilt að hún sé. Hverju við stefnum að saman fer algjörlega eftir hverju þú vilt vinna að. Það er enginn nema þú sjálfur að fara að ákveða hvað einkennir gott og innihaldsríkt líf. Þú ákveður hvert þú vilt fara. Þú tekur ábyrgð og samþykkir afleiðingarnar sem koma í kjölfarið af þjálfuninni.

Fyrir mér er þjálfunarsálfræði traustar samræður þar sem einstaklingar fá rými til að skoða, plana og ákveða hvernig og hverju þeir þurfa að breyta til að miða áfram í lífinu. Það þurfa allir hjálp einhverntímann á lífsleiðinni og á þeim tímum er mikilvægt að fá góðan stuðning. Í þessu ferðalagi er ég ferðafélaginn þinn, fagmannlegur vinur þinn, þjálfarinn þinn eða hver sem þú vilt að ég sé á því augnabliki. Ég vil einungis vinna með fólki sem er tilbúið að fjárfesta í sjálfum sér og helga sig 100% í þetta ferðalag.

Til að taka þetta saman þá er þjálfunarsálfræði hreinskilið, opið og krefjandi samtal sem einblínir á það sem þú vilt vinna að og hver þú vilt vera. Það er staður til að velta hlutum fyrir sér, skilja sjálfan sig og lífið betur. Það er á þinni ábyrgð að fylgja samtalinu eftir og ef þú gerir það þá eru ansi miklar líkur á að það verði miklar breytingar á lífinu þínu.

Fyrir mér er þjálfunarsálfræði traustar samræður þar sem einstaklingar fá rými til að skoða, plana og ákveða hvernig og hverju þeir þurfa að breyta til að miða áfram í lífinu. Það þurfa allir hjálp einhverntímann á lífsleiðinni og á þeim tímum er mikilvægt að fá góðan stuðning. Í þessu ferðalagi er ég ferðafélaginn þinn, fagmannlegur vinur þinn, þjálfarinn þinn eða hver sem þú vilt að ég sé á því augnabliki. Ég vil einungis vinna með fólki sem er tilbúið að fjárfesta í sjálfum sér og helga sig 100% í þetta ferðalag.

Til að taka þetta saman þá er þjálfunarsálfræði hreinskilið, opið og krefjandi samtal sem einblínir á það sem þú vilt vinna að og hver þú vilt vera. Það er staður til að velta hlutum fyrir sér, skilja sjálfan sig og lífið betur. Það er á þinni ábyrgð að fylgja samtalinu eftir og ef þú gerir það þá eru ansi miklar líkur á að það verði miklar breytingar á lífinu þínu.

— Aron Jóhansson, leikmaður Hammarby og Bandaríska landsliðins
Read More
Ég var langt niðri eftir þráðlát meiðsli og fann að ég varð að tala við fagaðila. Ég ákvað að hafa samband við Begga og eftir nokkur samtöl við hann fann ég mikinn mun á mér. Hann hjálpaði mér með helling af hlutum meðal annars hvernig ég gæti breytt neikvæðum hugsunum í jákvæðar og hvernig jákvætt hugarfar auðveldar manni við að takast á við erfiðar aðstæður. Ég hefði ekki viljað sleppa þessum samtölum með Begga, mæli hiklaust með honum.
— Inga Dóra Sigfúsdóttir, Prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia háskóla í New York
Read More
Ég er ein þeirra sem hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stuðning og leiðsögn Bergsveins Ólafssonar, við að takast á við krefjandi hluti á erfiðum tíma í lífinu. Bergsveinn byggir í starfi sínu á breiðum grunni kenninga og rannsókna úr smiðjum jákvæðrar sálfræði og þjálfunarsálfræði og er með óvenju næmt innsæi og þroska til að tengja við manns eigin upplifanir. Úr verður leiðsögn um hvernig við á gagnreyndan hátt getum tekið stjórn á lífi okkar þar sem hann leiðir okkur skref fyrir skref í gegnum þá vinnu sem við þurfum að leggja á okkur til að ná markmiðum okkar. Ég mæli eindregið með vandraðri leiðsögn Bergsveins. Hún auðveldaði líf mitt til muna.
— Aron Jóhansson, leikmaður Hammarby og Bandaríska landsliðins
Read More
Ég var langt niðri eftir þráðlát meiðsli og fann að ég varð að tala við fagaðila. Ég ákvað að hafa samband við Begga og eftir nokkur samtöl við hann fann ég mikinn mun á mér. Hann hjálpaði mér með helling af hlutum meðal annars hvernig ég gæti breytt neikvæðum hugsunum í jákvæðar og hvernig jákvætt hugarfar auðveldar manni við að takast á við erfiðar aðstæður. Ég hefði ekki viljað sleppa þessum samtölum með Begga, mæli hiklaust með honum.
— Inga Dóra Sigfúsdóttir, Prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia háskóla í New York
Read More
Ég er ein þeirra sem hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá stuðning og leiðsögn Bergsveins Ólafssonar, við að takast á við krefjandi hluti á erfiðum tíma í lífinu. Bergsveinn byggir í starfi sínu á breiðum grunni kenninga og rannsókna úr smiðjum jákvæðrar sálfræði og þjálfunarsálfræði og er með óvenju næmt innsæi og þroska til að tengja við manns eigin upplifanir. Úr verður leiðsögn um hvernig við á gagnreyndan hátt getum tekið stjórn á lífi okkar þar sem hann leiðir okkur skref fyrir skref í gegnum þá vinnu sem við þurfum að leggja á okkur til að ná markmiðum okkar. Ég mæli eindregið með vandraðri leiðsögn Bergsveins. Hún auðveldaði líf mitt til muna.

Beggi Ólafs | kt. 090992-2019 | Bæjarhraun 6 | s. 6937227 | beggiolafs [at] beggiolafs.com | Skilmálar

Þessi síða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Sjá skilmála um vafrakökur