Þú ert ekki allt sem þú getur orðið og þú veist það. Ég vil hjálpa þér að lifa lífinu sem þig langar að lifa.

 

Lífið er fallegt og ánægjulegt með endalausum möguleikum en lífið er líka erfitt, flókið og inniheldur mikla óvissu. Á hverjum einasta degi höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir sem geta breytt lífinu okkar en samt kjósa mörg okkar að líta meðvitað framhjá þessum tækifærum. Við elskum að líða þæginlega og gera það sem er hentugast hverju sinni. Einstaklingar sem lifa fullnægjandi lífi nýta tímann sem við höfum hér á jörðinni til hins ýtrasta og leyfa sér að upplifa allan skalann á því sem lífið hefur upp á að bjóða; Það góða og slæma, þæginlega og óþæginlega, árangur og mistök, hamingju og kvíða.

Til þess að lifa á þennan hátt þarftu að taka ábyrgð, sýna hugrekki og þróa hæfni með þrautseigju að leiðarljósi. Það krefst þess að þú sért með jákvætt en raunsætt hugarfar og að þú endurhugsir árangur og hamingju sem þæginlegan áfangastað. Lífið er aldrei að fara að vera auðvelt og við þurfum stöðugt að vinna hart fyrir þeim möguleikum sem við viljum uppfylla í lífinu. Það sem gæti gert gæfumuninn er að vera með einstakling þér við hlið sem er með sterka hugmyndafræði, góða reynslu og styðst við aðferðir úr sálfræði.

Einstaklingar sækja mína þjónustu til að gera breytingar í sínu lífi, hámarka möguleikana sína, verða árangursríkari, þróa þrautseigju gegn erfiðleikum, lifa merkingarfullu lífi, finna sinn eigin tilgang, leysa ágreininga við sjálfan sig og aðra, að taka erfiðar ákvarðanir í lífinu og viðskiptum eða skoða, skilja og velta fyrir sér hvað lífið hefur upp á að bjóða.

Til að hjálpa þér og þínum þörfum bíð ég upp á þjálfunarsálfræði ásamt því að halda fyrirlestra. Frekari upplýsingar um þjónustuna er hægt að finna hér á síðunni.

 
IMG_6383.JPG
NEW.jpg

um Begga

Afhverju geri ég það sem ég geri?

beggiolafs2x200px.jpg

Þjónusta

Þjálfunarsálfræði og fyrirlestrar

_KMM5639.jpg

Bóka

Ertu tilbúin/n að taka næsta skref?