7 einkenni alvöru liðsmanna

Í liði eru allir að stefna að sama markmiði og því eiga allir að vinna saman að því að draga það besta úr hvor öðru en ekki vinna á móti hvor öðru. Markmið fyrirlestrarins er að einstaklingar verði meðvitaðari um mikilvægi þess að vera alvöru liðsmaður á ýmsum sviðum lífsins eins og í vinnu, fjölskyldu, íþróttaliði, vinhóp og æfingarhóp. Beggi hefur mikla reynslu úr íþróttum. Hann hefur upplifað bæði góða og slæma liðsheild og hefur því sterkar skoðanir á hvað einkennir góðan liðsmann.

Með því að sitja fyrirlesturinn geta einstaklingar hagnýtt verkfæri til þess að verða betri liðsmenn í lífinu og þar að leiðandi náð betri árangri með meiri ánægju í því sem er tekið sér fyrir hendur. Frábær fyrirlestur fyrir fyrirtæki, stofnanir íþróttafélög, félags-, æfingar- og vinahópa á öllum aldri.

Blómstraðu

Markmið fyrirlestrarins er að fólk átti sig á hvernig það getur breytt sinni hugsun og hegðun til að lifa góðu lífi. Fyrirlesturinn fjallar um hvað hamingja er, hvað einkennir hamingjusamt fólk í lífinu og sannreyndar aðferðir til að auka hana í daglegu lífi. Þeir sem sitja fyrirlesturinn fá sent verkefnarhefti til að hagnýta inngripin sem Beggi talar um. Rannsóknir sýna að aukin vellíðan bætir afkastagetu, samskipti og frammistöðu í vinnu. Þessi fyrirlestur er sérstaklega áætlaður fyrirtækjum, stofnunum og félagshópum (18 ára og uppúr).


LÍFSREGLURNAR 6

Undanfarin ár hefur Beggi verið að reyna kortleggja hið merkingarmikla líf og hvernig við getum hámarkað okkar tilvist á þessari jörð. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir 6 reglur sem fólk getur tamið sér til þess að lifa merkingarmiklu lífi. Markmið fyrirlestarins er að breyta hugsun og hegðun eintaklinga til betri vegar. Fyrirlesturinn er miðaður að eldri eintaklingum og hentar öllum fyrirtækjum, viðburðum, stofnunum, félögum og félagshópum.

uppfylltu þína möguleika

Markmið fyrirlestrarins er að kveikja á þeirri hugsun hjá einstaklingum að það er í þeirra valdi að gera það sem þeir vilja í lífinu og ná árangri í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Fyrirlesturinn fjallar um hagnýtar og ákjósanlegar leiðir til að fatta hvað maður vill ásamt yfirferð yfir þætti sem ber að hafa í huga til að ná árangri og um leið líða vel í lífinu. Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á virka þátttöku og allir sem koma á fyrirlesturinn fá sent verkefnarhefti til að sannreyna æfingar sem Beggi talar um. Þessi fyrirlestur er áætlaður skólum, íþróttafélugum og öðrum félagshópum (14 til 30 ára)

Lífsreglurnar 6 - Fyrir yngri einstaklinga

Hvernig á ég að lifa lífinu? Hvað get ég gert þegar mér líður ílla? Hvað get ég gert til að líða vel? Beggi leggur áherslu á einlægt, hreinskilið og opið samtal um hamingju, erfiðleika og lífið sjálft. Markmið fyrirlestrarins er að ungir einstakling verði meðvitaðari um hvernig lífið gengur fyrir sig og að þeir þrói verkfæri til að eiga við erfiðleikana sem fylgja því að til í heimi sem breytist á ógnarhraða. Einstaklingar átta sig betur á mikilvægi þess að bera sig saman við sjálfan sig (sérstaklega í ljósi samfélagsmiðla), vera trúr sjálfum sér, tjá tilfinningar, sýna hugrekki, velja hvernig maður bregst við erfiðleikum, að temja sér jákvæðar venjur og að líta björtum augum á sjálfan sig og tilveruna. Þessi fyrirlestur hentar félagsmiðstöðum og skólum mjög vel.

Að eflast við að takast á við erfiðu eiginleika tiverunnar

Markmið fyrirlestrarins eru að einstaklingar átti sig á ávinningum þess að þróa hugrekki við að takast á við erfiðar hugsanir, hegðun og tilfinningar sem einkenna okkar tilveru en við eigum til með að fresta vegna óþæginda. Það kemur í bakið á fólki að fresti því að takast á við þessa erfiðleika en með því að eiga við þá eflumst við sem einstaklingar og færumst nær því að lifa lífinu sem við viljum lifa. Beggi talar um erfiðu eiginleika við tilveruna sem við þurfum öll óumflýjanlega að fást við eins og tilgang í lífinu, óvissu, óþægindi, hamingju, kvíða, að vera trúr sjálfum sér, dauðann, frelsi og ábyrgð. Með því að hlusta á fyrirlesturinn geta einstaklingar orðið meðvitaðari um sjálfan sig og lífið, aukið hugrekki og þrautsegju gagnvart erfiðleikum tilverunnar og fundið aukna hvatningu til að hámarka tilvist sína á þessari jörð.

Fyrirlesturinn Gaur ertu ekki vegan, hvernig geturu verið svona massaður?

Markmið fyrirlestrarins er að opna huga fólks fyrir plöntufæði, ávinninga þess og hvernig sé ákjósanlegast að tileinka sér plöntufæði. Í þessum fyrirlestri talar Beggi um plöntufæði út frá ýmsum vinklum. Beggi talar meðal annars almennt um plöntufæði, hvað hann borðar, um sína sögu, plöntufæði í tengslum við íþróttir og hvað ber að hafa í huga ef maður vill tileinka sér plöntufæði. Fyrirlesturinn hentar öllum sem hafa áhuga á að vita meira um plöntufæði.

Beggi kom til okkar með fyrirlesturinn sinn Blómstraðu. Um 30 manns sátu fyrirlesturinn sem var bæði fagmannlegur og vel unninn. Fyrirlesturinn veitti starfsfólki innblástur, ekki einungis í tengslum við vinnu heldur einnig í einkalífi.

Af námskeiðskönnun, sem gerð var að fyrirlestrinum loknum, var ljóst að þeir sem sátu fyrirlesturinn voru mjög ánægðir með hann. Þar sagði starfsfólk meðal annars að Begga hefði tekist vel til að fanga athygli fólks í salnum, að hann hafi minnt á mikilvægi þess að vera jákvæður og að hann hafi veitt einföld ráð til þess að bæta lífsgæði.

Ég mæli hiklaust með þessum skemmtilega og gagnlega fyrirlestri.
— Þórdís Valsdóttir - Fræðslustjóri hjá Sýn
“Bergsveinn kom og hélt fyrirlesturinn sinn fyrir spennta og áhugasama körfuboltakrakka af Vesturlandi. Krakkarnir voru á aldrinum 12-16 ára og hafði ég smá áhyggjur fyrirfram af því að krakkarnir næðu að halda athygli allan tímann! Það er skemmst frá því að segja að það mátti heyra saumnál detta, Bergsveinn hélt þeim allan tímann með frábærri samskiptatækni sinni.

Innihald fyrirlestursins var krökkunum mikið umhugsunarefni margar vikur á eftir, og sum þeirra spurðu hvort við gætum fengið hann aftur sem fyrst. Ég heyrði frá foreldrum vikuna eftir fyrirlesturinn og krakkarnir voru flest öll búin að vinna heimaverkefnið um markvissa markmiðarsetningu sem að Bergsveinn lagði fyrir þau.

Ég get ekki mælt nógu mikið með Bergsveini sem fyrirlesara!”
— Hörður Unnsteinsson - Körfuboltaþjálfari

Beggi hefur meðal annars haldið fyrirlestra fyrir: