Fyrirlesturinn Blómstraðu

Rannsóknir sýna að aukin vellíðan bætir afkastagetu, samskipti og frammistöðu í vinnu.

Markmið fyrirlestrarins er að fólk geti hagnýtt einfaldar leiðir til að líða ennþá betur en það gerir í lífinu. Fyrirlesturinn fjallar um hvað felst í okkar hamingju og hvernig við getum aukið hana á einfaldan hátt. Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á virka þátttöku og allir sem koma á fyrirlesturinn fá sent verkefnarhefti til að sannreyna inngrip sem Beggi talar um. Það hafa flest allir gott af þessum fyrirlestri, þar sem það er ekki samasemmerki á milli þess að vera laus við að líða ílla og að líða virkilega vel í lífinu.

Þessi fyrirlestur er sérstaklega áætlaður fyrirtækjum, stofnunum og félagshópum (18 ára og uppúr).

Fyrirlesturinn uppfylltu þína möguleika

Markmið fyrirlestrarins er að kveikja á þeirri hugsun hjá einstaklingum að það er í þeirra valdi að gera það sem þeir vilja í lífinu og ná árangri í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Fyrirlesturinn fjallar um hagnýtar og ákjósanlegar leiðir til að fatta hvað maður vill ásamt yfirferð yfir þætti sem ber að hafa í huga til að ná árangri og um leið líða vel í lífinu. Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á virka þátttöku og allir sem koma á fyrirlesturinn fá sent verkefnarhefti til að sannreyna æfingar sem Beggi talar um. Þessi fyrirlestur er áætlaður skólum, íþróttafélugum og öðrum félagshópum (14 til 30 ára)

Fyrirlesturinn Gaur ertu ekki vegan, hvernig geturu verið svona massaður?

Markmið fyrirlestrarins er að opna huga fólks fyrir plöntufæði, ávinninga þess og hvernig sé ákjósanlegast að tileinka sér plöntufæði. Í þessum fyrirlestri talar Beggi um plöntufæði út frá ýmsum vinklum. Beggi talar meðal annars almennt um plöntufæði, hvað hann borðar, um sína sögu, plöntufæði í tengslum við íþróttir og hvað ber að hafa í huga ef maður vill tileinka sér plöntufæði. Fyrirlesturinn hentar öllum sem hafa áhuga á að vita meira um plöntufæði.

Beggi kom til okkar með fyrirlesturinn sinn Blómstraðu. Um 30 manns sátu fyrirlesturinn sem var bæði fagmannlegur og vel unninn. Fyrirlesturinn veitti starfsfólki innblástur, ekki einungis í tengslum við vinnu heldur einnig í einkalífi.

Af námskeiðskönnun, sem gerð var að fyrirlestrinum loknum, var ljóst að þeir sem sátu fyrirlesturinn voru mjög ánægðir með hann. Þar sagði starfsfólk meðal annars að Begga hefði tekist vel til að fanga athygli fólks í salnum, að hann hafi minnt á mikilvægi þess að vera jákvæður og að hann hafi veitt einföld ráð til þess að bæta lífsgæði.

Ég mæli hiklaust með þessum skemmtilega og gagnlega fyrirlestri.
— Þórdís Valsdóttir - Fræðslustjóri hjá Sýn
“Bergsveinn kom og hélt fyrirlesturinn sinn fyrir spennta og áhugasama körfuboltakrakka af Vesturlandi. Krakkarnir voru á aldrinum 12-16 ára og hafði ég smá áhyggjur fyrirfram af því að krakkarnir næðu að halda athygli allan tímann! Það er skemmst frá því að segja að það mátti heyra saumnál detta, Bergsveinn hélt þeim allan tímann með frábærri samskiptatækni sinni.

Innihald fyrirlestursins var krökkunum mikið umhugsunarefni margar vikur á eftir, og sum þeirra spurðu hvort við gætum fengið hann aftur sem fyrst. Ég heyrði frá foreldrum vikuna eftir fyrirlesturinn og krakkarnir voru flest öll búin að vinna heimaverkefnið um markvissa markmiðarsetningu sem að Bergsveinn lagði fyrir þau.

Ég get ekki mælt nógu mikið með Bergsveini sem fyrirlesara!”
— Hörður Unnsteinsson - Körfuboltaþjálfari

Beggi hefur meðal annars haldið fyrirlestra fyrir: