næring

Gaur, ertu ekki vegan? Hvernig getur þú verið svona massaður?

Gaur, ertu ekki vegan? Hvernig getur þú verið svona massaður?

Ég er grænkeri (íslenskt orð yfir vegan), sem þýðir að ég borða ekki dýr né dýraafurðir. Ég er líka knattspyrnumaður, sem þýðir að ég æfi vel og reglulega, með misjöfnum áherslum.

Það er almenn trú að "íþróttamaður" og "grænkeri" fari ekki vel saman. Það er þvæla. Hinsvegar skil ég alla þá sem halda því fram, þar sem ég var einu sinni þarna megin við borðið. Mér fannst það bara óhugsandi að éta einungis grænmeti og vera íþróttamaður. Ég tel að fordómar byggi á fáfræði og ég hafði fordóma fyrir grænkerum, einfaldlega út af því að ég vissi ekki betur.

Það líður varla dagur hjá án þess að að það er spurt mig: En hvaðan færð þú prótein? Ef ég fengi 100 krónur fyrir hvert skipti sem ég fengi þessa spurningu þá ætti ég sennilega sæmilegt hús á Arnarnesinu.