Plant Power Bananabrauð

Mér líður ekki vel eftir að ég borða venjulegt brauð og mér finnst það hægja á endurheimt. Ég fæ mér því örsjaldan brauð. Ég er samt ekki alveg tilbúinn að segja alfarið bless við brauð og hendi því stundum í hollt bananabrauð.

Ég hef sýnt frá bananabrauðinu á instagraminu mínu og fengið nokkrar fyrirspurnir um uppskriftina. Mig langar því til að deila henni með ykkur. Þetta brauð slær alltaf í gegn. Enginn viðbættur sykur og ekkert hveiti. Tilvalið í morgunmat, hádegismat og brunch.

Ekki hengja þig á einstaka innihaldsefnum. Ég vinn oftast með það sem ég á til heima. Það er rosalega gott að borða bananabrauðið með möndlusmjöri, sultu og hummus sem dæmi. Taktu út hörfræin, döðlurnar, ósætta kakóið og maca duftið fyrir einfaldari útgáfu. 

Prófið að henda í þetta og segið mér hvað ykkur finnst!

Innihaldsefni:

4 bananar

4 bollar hafrar

½bolli chiafræ

½ bolli hampfræ

½ bolli hörfræ

½ bolli rúsínur

½ bolli saxaðar döðlur

1 msk kanill

1 msk ósættað kakó

1 msk maca duft

1 tsk salt

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsóti

1 tappi af vanilludropum

 

Aðferð:

1.     Stappaðu bananana með gaffli á disk.

2.     Settu banana stöppuna í skál ásamt öllu innihaldsefninu.

3.     Blandaðu innihaldsefninu saman með sleif/skeið. Bættu við plöntumjólk ef blandan er of þurr. Ef hún er of blaut þá bætiru við höfrum.

4.     Settu blönduna í eldfast form.

5.     Eldið í ofni á 180 gráðum í 40 mínútur.

Takk fyrir að lesa!

Ég reyni að vera virkur á instagram, endilega kíkið á mig þar!