Hvað borðaru eiginlega? | Vlog 2

Vlog 2 is up! Þar sýni ég frá hvað ég borða dagsdaglega ásamt því sem ég tók fyrir mér hendur þann daginn. Haldið áfram að láta mig vita hvað þið viljið að ég geri í næstu vloggum. Enjoy!

Vloggið var tekið upp á Canon Powershot g7 X Mark II sem fæst hjá Nýherja!


Smoothie uppskrift:

Innihaldsefni:

- 150 gr grænkál
- 2-3 handfylli spínat
- 1 paprika
- 2 bananar
- Biti af engifer
- 4-5 msk hampfræ
-4-5 msk chiafræ
- 1 bolli frosin brómber
- 3-4 tsk Green Phytofoods frá NOW
- 1/2 líter kókosvatn
- 1 msk möndlusmjör
- Fylla upp í með vatni

Aðferð: Öll innihaldsefnin rakleyðis í blandarann og mixað saman.

Uppskriftin gaf mér 2 lítra. Ég hef undanfarið verið að minnka ávextina í hræringnum mínum. Það er ekki gefið að ykkur muni finnast þessi hræringur góður. Ef þið viljið aðeins bragðbetri hræring þá mæli ég með að bæta bönunum og appelsínu. 


Curry uppskrift: 

Innihaldsefni:

-1 matskeið curry paste
-2 dósir kókosmjólk
-Smá túrmerik
-Smá cayenne pepper
-Smá tamari eftir smekk
-2 hvítlauksgeirar
-Brokkolí haus
-1/2 laukur
-Sæt kartefla
-1 box sveppir -
1 dós kjúklingabaunir
-1 paprika 

Aðferð:
1. Skera allt grænmetið
1. Hvítlaukurinn, tamari sósan, laukurinn og currýið látið malla saman á pönnu í 1-2 mín.
2. Bæta síðan kókosmjólkinni og grænmetinu við
3. Láta malla í 10-15 mínútur
4. Skola kjúklingabaunir og bæta við
5. Tilbúið þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar
6. Smakkið reglulega og ef ykkur finnst vanta bragð, bætið þá við salti,pipar og curry paste eftir smekk.